Halló!

Hvernig hefur þú það?
Hvernig líður þér í skóla og í tómstundum?
Átt þú marga vini?
Eru vinir þínir heyrandi?
Eða heyrnarlaus?
Finnst þér skemmtilegt að nota táknmál?
Hvernig tengist þú í jafningjahópnum?
Okkur langar að kynnast þinni reynslu!

Um rannsóknina

Við erum að vinna rannsókn um reynslu heyrnarskertra/-lausra barna og foreldra þeirra á Íslandi. Rannsóknin er unnin í samstarfi við Heyrnar- og Talmeinastöð Íslands og Samskiptamiðstöð Heyrnarlausra og Heyrnarskertra.

Ætlun okkar er að fá upplýsingar frá heyrnarskertum/-lausum börnum, foreldrum og kennurum þeirra um lífið heima fyrir, í skólanum og frítímanum. Upplýsingarnar eru mikilvægar til að skilja betur hvað heyrnarskert/-laus börn og unglingar eru að gera, svo hægt verði að bæta þjónustuna.

Viltu taka þátt í rannsókninni?

Reynsla þín er okkur mikils virði!
Hvað má búast við?


Taktu þátt!

Hafðu samband við okkur til að taka þátt í rannsókninni og til þess að fá frekari upplýsingar!