Um okkur

Um Stefán

Stefán C Hardonk er með M.Sc. í félagsfræði og doktorsgráðu í „Social Health Sciences“ frá Háskólanum í Brussel (Vrije Universiteit Brussel). Síðan 2004 hefur hann stundað rannsóknir í Belgíu um viðhorf foreldra heyrnarlausra barna til umönnunar meðal annars með tilliti til kuðungsígræðslu og endurhæfingar. Hann vann einnig að rannsókn um framkvæmd samnings Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks í Belgíu og ýmsum öðrum rannsóknarverkefnum í sambandi við atvinnu og fötlun. Á tímabilinu 2014-2016 starfar Stefan í stöðu nýdoktors við Háskóla Íslands og er hann ábyrgðarmaður rannsóknarverkefnis um heyrnarlaus og heyrnarskert börn og unglingar á Íslandi. Rannsóknarverkefnið var samþykkt af Vísindasiðanefnd (tilvísunarnúmer 15-059-S1).

Um Kristin

Kristinn Arnar Diego er meistaranemi í Fötlunarfræði við Háskóla Íslands. Hann fæddist heyrnarskertur og stundaði nám í Heyrnleysingjaskólanum frá fjögurra ára aldri þar til skyldunámi lauk. Einnig hefur hann starfað í margskonar félagsstarfi meðal heyrnarlausra allt sitt líf. Slíkt finnst honum mikilvægt til þess að þekkja vel félagslega og menningarlega stöðu heyrnarlausra innan samfélagsins. Í þessu verkefni er Kristinn að aðstoða Stefán en auk þess mun hann vinna sína rannsókn um döff menningu á Íslandi á leiðinni. Meistararitgerðinni Kristins er ætlað að auka sýn á líf heyrnarlausra og hlutverk döff menningar. Forsenda þess að vinna rannsóknina er að reyna að koma á framfæri sjónarhorni heyrnarlausra barna og unglinga.


Um rannsóknasetrið

Rannsóknasetur í fötlunarfræðum var formlega stofnað þann 3. mars 2006. Með rannsóknasetri í fötlunarfræðum skapast þverfaglegur vettvangur rannsókna á sviði fötlunarfræða en stofnunin er sú fyrsta á þessu fræðasviði hér á landi. Rannsóknasetrið starfar sem undirstofnun Félagsvísindastofnunar og nýtur góðs af þeirri miklu reynslu sem þar er til staðar. Forstöðumaður rannsóknasetursins er Rannveig Traustadóttir prófessor og aðstoðar-forstöðumaður er Hanna Björg Sigurjónsdóttir dósent í fötlunarfræðum.

Um fötlunarfræði

Fötlunarfræði (en: Disability Studies“) er ung fræðigrein sem vaxið hefur hratt á undanförnum árum. Fræðileg þróun á þessu sviði endurspeglar vaxandi áhuga á fötlun sem samfélagslegu fyrirbæri og mikilvægum þætti í lífi okkar allra. Innan fræðigreinar eru einnig stundaðar rannsóknir um heyrnarleysi og heyrnarskerðingu og er tekið mið af kenningum og þekkingu úr Deaf Studies og öðrum fræðigreinum.

Frekari upplýsingar um rannsóknasetrið á fotlunarfraedi.hi.is